Beint í efni

Þróunarfé sauðfjárræktar

25.04.2008

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki af þróunarfé sauðfjárræktar. Árlega á gildistíma samningsins skal veita 30 milljónum króna til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni t.d. vegna gæðastýringar og lífrænnar framleiðslu. Fjármunirnir eru hluti af liðnum „Nýliðunar- og átaksverkefni“ í samningnum.
Stjórn Bændasamtaka Íslands úthlutar styrkjum eftir umsóknum þar um. Stjórnin skal leita umsagnar fagráðs í sauðfjárrækt um allar umsóknir sem henni berast.

Umsækjendur geta verið einstaklingar, rannsóknarhópar, háskólar, rannsóknarstofnanir og/eða fyrirtæki. Umsóknum skal skila til skrifstofu Bændasamtaka Íslands, merkt: „Þróunarfé sauðfjárræktar – styrkumsókn“.

Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
a. Listi yfir alla sem aðild eiga að verkefninu
b. Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis þ.m.t. rökstuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem tilgreind eru í 1. gr. og hvernig það gagnast íslenskri sauðfjárrækt að öðru leiti.
c. Tímaáætlun verkefnisins og helstu vörður þess.
d. Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
e. Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar.

Upplýsingar veitir Erna Bjarnadóttir hjá BÍ í síma 563-0300 eða á netfangið eb@bondi.is