Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þróun stórra kostnaðarliða í mjólkurframleiðslu 2006 til 2008

31.01.2008

Á undanförnum misserum hafa orðið miklar breytingar á rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslunnar, einkum og sér í lagi á síðari hluta ársins 2007. Í meðfylgjandi töflu hefur verið tekin saman verðþróun stórra kostnaðarliða í mjólkurframleiðslunni, þ.e. á kjarnfóðri (16% blöndu), áburði (24% N, 9% P, 8% K), kjörvöxtum verðtryggðra skuldabréfa og dieselolíu, frá ársbyrjun 2006 til ársbyrjunar 2008. Verð á áburði, kjarnfóðri og olíu er miðað við góð viðskiptakjör.

 

Eins og sjá má eru hækkanirnar algerlega svimandi, áburðurinn nær tvöfaldast í verði á þessum tíma og vextir hækka í svipuðum takti, um nærri 80%. Það er því ekki skrítið þó bankastjórar þessa lands geti gumað af góðri afkomu. Kjarnfóður og olía hækka svo um nærri helming á tímabilinu. Á sama tíma hækkar mjólkurverð til bænda um tæp 10% og almennt verðlag um rúm 13%.

 

2006 2008 Breyting
Áburður, 24-9-8, kr/tonn 26.668 52.500 96,9%
Kjörvextir verðtryggðra lána, % 4,9 8,9 81,6%
Kjarnfóður, 16% blanda, kr/kg 31 47 51,6%
Dieselolía, kr/ltr 53,3 78,9 48,0%
Launavísitala Hagstofu Íslands* 273,9 326,6 19,2%
Vísitala neysluverðs, almennt verðlag 249,7 282,3 13,1%
Lágmarksverð mjólkur til bænda, kr/ltr 45,45 49,96 9,9%

* launavísitölur í des. 05 og des. 07.

 

Ótaldar eru verðhækkanir á öðrum kostnaðarliðum, sem hafa verið umtalsverðar á tímabilinu. Síðan má velta fyrir sér hvað þetta þýðir fyrir mjólkurframleiðsluna í heild. Tvöföldun á áburðarverði þýðir u.þ.b. 4-5 kr/ltr. Meginhluti þeirrar hækkunar dynur á bændum á komandi vikum. Hvert prósentustig í vöxtum kostar greinina í heild um 250 milljónir á ári, fjögur prósentustig þýða um 8 kr/ltr. Að vísu hafa margir skipt yfir í gengistryggð lán á tímabilinu með lægri vöxtum, kostaðaraukinn er engu að síður gríðarlegur og er þegar kominn fram. Þessi verðhækkun á kjarnfóðri þýðir aðrar 4-5 kr/ltr. Verðhækkun á olíu er síðan 0,5 kr/ltr í aukinn kostnað. Hækkanir á kjarnfóðrinu þurfa bændur að bera að miklu leyti og hafa ekki komið fram í verðlagi enn sem komið er.