
Þróun markaðsverðs nautgripakjöts
12.04.2022
Þann 1. apríl sl. tók gildi ný verðskrá hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) og Sláturhúsinu á Hellu fyrir nautgripi. almennt hækkuðu betri flokkar KU og K um 5% en bestu flokkar UN hækkuðu um 6,5%.
Í UN hækkaði O- og betra í flokki 200-250 kg gripa um 5% meðan P+ og betra í yfir 250 kg flokki hækkaði um 6,5% nánast heilt yfir. Í KU gripum hækkaði O- og betra yfir 200 kg um 5% meðan lakari gripir og léttari standa í stað. Sama má segja um Kýr, en þar hækkuðu O- og betri í yfir 200 kg flokki um 5% meðan lakari og léttari standa í stað. Afurðarverð fyrir Naut breyttist ekki.
Þessi verðbreyting hér er í takti við það sem hefur verið að gerast hjá hinum sláturleyfishöfum eins og frétt á síðunni frá því í mars sl. ber með sér.
Afurðarverð nautgripakjöts hefur annars verið á mikilli uppleið í Evrópu undanfarna mánuði. Þar veldur m.a. skortur á vinnuafli og vandræði við flutninga á meginlandi Evrópu sem og hækkunar orkuverðs í vetur. Þá hefur stríðið í Úkraínu leitt til frekari hækkana á heimsmarkaði. Þannig hefur meðalmarkaðsverð á á vigtuðum skrokki í Danmörku hækkað um rúm 4% frá áramótum, meðan það hefur hækkað um tæp 15% í Evrópu. Þar sem að framleiðslutími, meirnunartími og lagerstaða gera það að verkum að hækkanirnar koma ekki strax fram í markaðsverði má reikna með frekari hækkunum næstu mánuði.
Verðskráin hefur verið uppfærð á bondi.is/naut - verðskrá nautakjöts