Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þróun LIBOR vaxta á yenum og frönkum

06.02.2009

Í gær birtist ágætur pistill á vefsíðu Búnaðarsambands Suðurlands um lækkandi vexti á millibankamarkaði erlendis, sk. LIBOR (London Interbank Offered Rate) vöxtum. Á vefsíðu félags breskra bankamanna má finna upplýsingar um þróun þessara vaxta á ýmsum gjaldmiðlum mörg ár aftur í tímann. Nýjustu vaxtatölur eru svo viku gamlar en töflurnar eru uppfærðar daglega. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun eins og tólf mánaða Libor á yenum og svissneskum frönkum undanfarin tvö ár. Eins og sjá má má nánast tala um hrun á vöxtum svissnesks franka undanfarnar vikur. Þeir stigu í 3% í haust, um það leyti sem fjármálakerfið hér á landi var að syngja sitt síðasta en voru komnir niður í 0,3133% þann 29. janúar sl.

 Landssamband kúabænda tekur svo eindregið undir með BSSL að bændur veiti því sérstaka athygli hvort þessi vaxtalækkun skili sér ekki alveg örugglega á greiðsluseðilinn!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þess má svo geta að á forsíðu heimasíðu bankamannanna bresku er auglýst námskeið í áhættustjórnun sem fram á að fara þann 11. febrúar n.k. Það er vonum seinna að slíkt námskeið sé haldið.