Beint í efni

Þróun heimsmarkaðsverðs á smjöri og undanrennudufti

21.07.2008

Í tímaritinu Dairy Industry Newsletter er að finna greinargóðar upplýsingar um þróun heimsmarkaðsverðs á mjólkurafurðum. Hér að neðan gefur að líta verðþróun á smjöri og undanrennudufti undanfarna 30 mánuði. Enn sem komið er langmest af þeirri mjólk sem framleidd er umfram innanlandsþarfir flutt út í formi þessara tveggja vörutegunda. Vaxandi hluti próteinsins hefur þó verið flutt út sem skyr, enda fæst mun betra verð fyrir það en undanrennuduftið. Vonandi heldur sú þróun áfram.

Í dag er staðan þannig að heimsmarkaðsverð á smjöri er 3.950 USD pr. tonn, en fyrir 2 árum sléttum var það 1.650 dollarar. Gert er ráð fyrir að smjörverð haldi áfram að styrkjast á heimsmarkaði á næstunni.

 

Undanrennuduftið hefur aftur á móti farið í gegnum meiri rússibanareið að undanförnu. Í dag er það 3.550 USD pr. tonn en fyrir tveimur árum kostaði tonnið af því um 2.000 dollara. Þegar það toppaði í fyrrasumar fór verðið alla leið í 5.100 dollara fyrir tonnið.

 

Til að framleiða eitt tonn af smjöri þarf ca. 21.200 lítra af mjólk, en í tonn af undanrennudufti þarf um 10.800 lítra af mjólk. Skilaverð í afurðum m.v. núverandi gengi USD, 78,43 kr er því 40,41 kr/l en þá er eftir að draga vinnslukostnaðinn frá.