Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þróun bústærðar í mjólkurframleiðslu frá 1978

04.02.2016

Um allan hinn vestræna heim hefur þróun mjólkurframleiðslunnar verið á einn veg undanfarna hálfa öld eða svo; búin stækka jafnframt því sem þeim fækkar. Tækniframfarir og kynbætur eru þarna megin drifkrafturinn. Nánast eina undantekningin frá þessari reglu er Nýja-Sjáland, en þar hefur búum í mjólkuframleiðslu farið fjölgandi undanfarin ár. Hér á landi urðu bú þar sem mjólk var framleidd til sölu flest um miðjan sjöunda áratuginn, rúmlega 4.000 talsins. Með tankvæðingunni sem átti sér stað á árunum upp úr 1970 fækkaði mjólkurframleiðendum mjög mikið og var fjöldi þeirra kominn niður í um 2.500 árið 1978, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Aftur varð mikil fækkun við innleiðingu kvótakerfisins um miðjan níunda áratuginn og er árið 1987 metár í þeim efnum; það ár lagðist mjólkurframleiðsla af á 242 búum, sem lætur nærri því að vera eitt bú á hverjum virkum degi. 

 

Þá tekur við hátt í 20 ára tímabil þar sem um það vil einn framleiðandi hætti í viku hverri. Frá 2006 hefur fækkunin verið mun hægari, nær því að vera einn á mánuði eða rúmlega það. 

 

Samhliða þessu hafa búin stækkað mikið. Árið 1978 var meðal innleggið innan við 50.000 lítrar að jafnaði. Árið 2000 fór það í fyrsta sinn yfir 100.000 ltr. og árið 2014 fór það yfir 200.000 lítra markið. Í lok síðasta árs, 2015, var fjöldi framleiðenda 636 og meðal innlegg mjólkur tæplega 230.000 ltr.

 

Þrátt fyrir þessar miklu sviptingar í fjölda framleiðenda, er dreifing mjólkurframleiðslunnar um landið svipuð nú og hún var t.d. árið 1990./BHB

 

 

Heimild: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði