
Þroski túngrasanna 2009
26.06.2009
Ráðunautar hafa tekið grassýni til að fá mat á orkugildi þess og meta þroska túngrasanna. Grassýnin eru tekin á sjö stöðum á landinu, Hvanneyri – Borgarfirði, Sauðanesi – Húnaþingi eystra, Hamri – Skagafirði, Möðruvöllum – Hörgárdal, Egilsstöðum – Héraði, Fornustekkum – Hornafirði og Stóra-Ármóti – Hraungerðishreppi.
Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í samhengi við fyrri ár þá virðist fall á meltanleika túngrasanna vera svipað og árið 2007 en fall á meltanleika er að meðaltali um viku seinna en í fyrra.
Algeng viðmiðun á “úrvalsheyi” er að meltanlegt þurrefni fari ekki niður fyrir 75% og fóðureiningar í kg þurrefnis fari ekki niður fyrir 0,87 FEm. Við heyverkunina minnkar fóðurgildið alltaf eitthvað. Síðastliðinn mánudag var meltanleikinn á flestum mælingarstöðunum kominn niður fyrir eða að þessari viðmiðun.
Niðurstöður grasþroskamælinganna má sjá hér