Þróa hugbúnað til þess að greina umhverfsiáhrif kúabúa
13.06.2011
Rannsóknarmiðstöð nautgriparæktarinnar í Bandaríkjunum (the Dairy Research Institute) tilkynnti í liðinni viku að stofnuninni hafi tekist að afla styrkja í nýtt verkefni sem gera mun þarlendum kúabændum mögulegt að skoða og meta umhverfisáhrif sinna kúabúa. Alls nemur styrkupphæðin nærri 130 milljónum íslenskra króna (1,1 milljón bandaríkjadala) og verður fjármununum varið til þróunar á hugbúnaði til greininga á umhverfismálum.
Hugmyndin með verkefninu er jafnframt að gera bændum mögulegt að bæta umhverfismál sina búa og munu bændurnir jafnframt fá ráðleggingar þar að lútandi. Að sögn talsmanns stofnunarinnar vilja neytendur dagsins í dag ekki eingöngu vita um góð gæði vörunnar sem keypt er heldur einnig að framleiðsluaðferðirnar standist nútíma kröfur til umhverfismála. Þessi styrkur skapi þarna sérstakt tækifæri sem verði nýtt vel. Það var umhverfisverndarsjóðurinn CIG (Conservation Innovation Grant) sem veitti þennan myndarlega styrk/SS.