Beint í efni

Þrír síðustu haustfundir LK framundan

28.11.2016

Eftir stutt hlé tekur nú við síðasta lota haustfunda Landssambands kúabænda. Föstudaginn 2. desember verða haldnir tveir fundir. Sá fyrri kl. 12 á Hotel Stracta á Hellu og sá síðari kl. 20.30 í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Framsögumenn á fundunum eru þau Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK. Kúabændur og allt áhugafólk um málefni greinarinnar er hvatt til að mæta!
Síðasti haustfundur LK verður svo haldinn á laugardaginn kemur á Brunnhóli á Mýrum, Hornafirði og hefst hann kl. 12/SS