Beint í efni

Þrír fóðursalar til viðbótar lækka

04.10.2016

Á laugardaginn gaf Lífland út tilkynningu um verðlækkun á kjarnfóðri og í gær bárust til LK tilkynningar frá þremur fóðursölum til viðbótar og innihéldu þær allar upplýsingar um verðlækkanir. Bústólpi hefur þannig lækkað verð á kjarnfóðri frá og með 1. október um 3% og segir í tilkynningu fyrirtækisins að lækkunina megi rekja til áframhaldandi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðara gengis.

 

Þá lækkaði verðið hjá Landstólpa í gær um allt að 4% og segir í tilkynningu fyrirtækisins að lækkunina megi rekja til enn frekari styrkingu íslensku krónunnar og lækkun frá framleiðanda nú um mánaðarmótin. Segir ennfremur í tilkynningu Landstólpa að fyrirtækið hafi nú án undantekninga samfellt lækkað fóðurverð frá því snemma árs 2013.

 

Þá barst einnig tilkynning frá Fóðurblöndunni um lækkun á verði kjarnfóðurs um 3% og segir í tilkynningu Fóðurblöndunnar að lækkunina megi rekja til lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðs gengis.

 

Með því að smella hér getur þú séð gildandi verðskrá kjarnfóðurs hér á landi og borið saman verð frá ólíkum söluaðilum en þetta yfirlit Landssambands kúabænda hefur nú verið uppfært til samræmis við verðbreytinguna hjá framangreindum fyrirtækjum/SS.