Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þriggja milljarða króna hagræðing á ársgrunni á 12 árum

07.10.2014

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:

 

Frá 2003 þegar aðgerðir hófust fyrir alvöru til að lækka vinnslukostnað í mjólkuriðnaði hefur kaupmáttur launa til kaupa á mjólkurvörum vaxið um um það bil 20%. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka afurðastöðvar í mjólkuriðnaði á gögnum úr rekstri fyrirtækja í greininni.

Þessu hefur fyrst og fremst verið náð fram með hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. Vinnslustöðvum hefur fækkað og starfsfólki fækkað um þriðjung. Á fyrri hluta tímabilsins var nánast verðstöðvun á mjólkurvörum þrátt fyrir 25% verðbólgu í landinu. Frá 2008 hefur verð á mjólkurvörum hækkað innan marka neyslu- og launavísitölunnar.

Þessum árangri hefur verið náð með ríflega 3 milljarða króna kostnaðarhagræðingu á ársgrunni á þessum 12 árum. Tveir milljarðar króna gengu til beinnar raunlækkunar vöruverðs í gegnum ákvarðanir verðlagsnefndar búvöru. Einn milljarður fór til þess að greiða bændum hærra mjólkurverð sem ekki birtist í vöruverði á markaði. Þannig var neytendum hlíft við gríðarlegum verðhækkunum á aðföngum bænda í gegnum hagræðingu í mjólkuriðnaði. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði telja að á næstu misserum verði hægt að ná fram töluverðri viðbótarhagræðingu í greininni.

Á meðfylgjandi súluriti má sjá þróun kaupgjalds, verðlags og mjólkurvöruverðs á þessu hagræðingartímabili.