Beint í efni

Þriðjungur mjólkurframleiðslu Bandaríkjanna frá stórbúum

02.03.2011

Í Bandaríkjunum nam hlutdeild stórbúa (stundum kölluð „verksmiðjubú“) 32,5% af mjólkurframleiðslunni árið 2010 en almenn skilgreining á stórbúum eru bú með fleiri en 2.000 kýr. Bú með færri en 100 kýr framleiddu einungis 15% mjólkurinnar og eins og sjá má í meðfylgjandi töflu þá er framleiðslan að færast í átt að enn stærri framleiðslueiningum en alls eru 1.680 bú í Bandaríkjunum með fleiri en 1.000 kýr.

 

Mestu framleiðslusvæðin er að finna á vesturhluta Bandaríkjanna svo sem í Kalíforníu og Nýju-Mexíkó.

Fjöldi kúa Fjöldi búa Hlutdeild í mjólkurframleiðslunni 2010
0-99 46.500 15,0%
100-499 12.600 24,0%
500-999 1.720 13,0%
1.000-1.999 920 15,5%
2.000 og fleiri 760 32.5%