Þriðji stjórnarfundur starfsársins í dag
07.06.2013
Þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári fer fram í dag, föstudaginn 7. júní. Meðal dagskrárefna fundarins er umfjöllun um verðlags- og markaðsmál mjólkur, staða mála á kalsvæðum, vinna starfshóps um eflingu nautakjötsframleiðslunnar, stöðumat skv. bókun við mjólkursamning, helstu viðfangsefni fagráðs í nautgriparækt og undirbúningur að langtíma fjárhagsáætlun Landssambands kúabænda./BHB