Þriðji samninganefndarfundur að baki
20.04.2004
Í gær var haldinn þriðji fundur samninganefnda bænda og ríkisvaldsins um nýjan mjólkursamning. Viðræðunum miðar ágætlega og er ekki gert ráð fyrir að langan tíma taki að ganga frá samkomulagi, sem verður svo kynnt kúabændum á fundum í framhaldinu og síðar vísað til atkvæðagreiðslu. Næsti fundur samninganefndanna verður haldinn í næstu viku.