Beint í efni

Þriðji fundur stjórnar LK 8. júní

07.06.2012

Þriðji fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn í Búgarði á Akureyri föstudaginn 8. júní. Meðal efnis á dagskrá eru framleiðsla, sala og verðlagsmál mjólkur, stofnun faghóps bænda um málefni nautakjötsframleiðslunnar, efling ræktunarstarfs á kúastofninum, lánamál kúabænda og ákvörðun um staðsetningu næsta aðalfundar. Þá mun fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mæta á fundinn og ræða möguleika á metangasvinnslu úr kúamykju./BHB