Beint í efni

Þórólfur Sveinsson 60 ára í dag

19.09.2009

Þórólfur Sveinsson, bóndi á Ferjubakka 2 í Borgarfirði og fyrrverandi formaður LK, er 60 ára í dag. Óskar Landssamband kúabænda honum allra heilla á þessum tímamótum.

Þórólfur var kosinn formaður á aðalfundi Landssambands kúabænda á Hvanneyri í ágúst árið 1998 og gengdi því starfi í tæp 11 ár, þar til hann lét af embætti á aðalfundi LK í Reykjavík sl. vor. Þórólfur er þó ekki alveg hættur afskiptum af málefnum kúabænda og mjólkurframleiðslunnar, þann 1. september sl. var hann ráðinn sameiginlegur starfsmaður Landssambands kúabænda og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, til að halda utan um og vinna að þeim verkefnum er varða aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

 

Þórólfur og eiginkona hans, Sigríður Inga Kristjánsdóttir dvelja á skagfirska efnahagssvæðinu á afmælisdaginn.

 

Þórólfur í ræðustól á haustfundi LK í Þingborg í Flóa árið 2008