Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þolinmæði er dyggð

28.03.2017

Þegar nautgripir eru reknir áfram skiptir þolinmæði verulegu máli eins og niðurstöður sænskrar rannsóknar sýna. Það var vísindafólk á vegum sænska landbúnaðarháskólans sem komst að þessari niðurstöðu en rannsóknin gekk út á það að gera úttekt á 10 kúabúum þar sem skoðuð voru áhrif þess á nautgripina að vera reknir á milli staða með mismunandi aðferðum. Fyrst voru bændurnir látnir reka nautgripina með eins og þeir voru vanir að gera og svo fengu bændurnir kennslu í svokallaðri LSS (Low Stress Stock-handling) aðferð sem gengur út á það að reka gripi áfram með því að taka sérstakt tillit til náttúrulegs atferlis nautgripa.

Í ljós kom að eftir að bændurnir fengu þjálfun í LSS aðferðinni gekk mun betur að reka nautgripina áfram og var mun meiri ró yfir hjörðinni með þessari aðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til þess að sé þolinmæði höfð að leiðarljósi, þegar nautgripir eru reknir áfram, þá skilar það bestum árangri og samtímis að tryggja að sá sem rekur gripina áfram sé alltaf í sjónlínu gripanna (ekki beint fyrir aftan þá) og þá gengur reksturinn mun betur.

Áhugasömum um þessa LSS aðferð má benda á fína heimasíðu sem fjallar um hana og hægt er að skoða með því að smella hér (er á ensku)/SS.