Beint í efni

Þingsályktunartillaga um breytingar á lögum um innflutning búfjár

27.03.2002

Fyrir alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um innflutning dýra, með það að markmiði að vernda dýra- og búfjárstofna. Flutningsmenn eru Drífa Hjartardóttir (S), Þuríður Backman (Vg), Karl V. Matthíasson (Sf), Sigríður Jóhannesdóttir (Sf), Guðjón A. Kristjánsson (Fl), Arnbjörg Sveinsdóttir (S) og Katrín Fjeldsted (S). Fjögur fyrstnefndu sitja í landbúnaðarnefnd alþingis.

 

Í greinargerð sem fylgir tillögunni stendur m.a.: „Undanfarið hefur mikið verið rætt um innflutning á erlendu erfðaefni búfjár og ljóst er að gildandi lög um innflutning dýra eru lítið í takt við ákvæði Ríó-samningsins. Hin norrænu kyn og stofnar nautgripa, sauðfjár, hrossa, geita og alifugla sem hér hafa verið ræktuð þarfnast verndar m.a. vegna þess að þrjú þessara kynja standa undir hefðbundinni búfjár framleiðslu í landinu og í þeim eru fólgnar verðmætar erfðaauðlindir. Undanþáguheimildir landbúnaðarráðherra samkvæmt lögum um innflutning dýra eru alltof rúmar og ekki í samræmi við nútímasjónarmið“

 

Nánar má lesa um tillöguna og greinargerð flutningsmanna á vefslóðinni:

http://www.althingi.is/altext/127/s/1053.html