Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þing International Dairy Federation í Shanghai

01.12.2006

Tveir fulltrúar frá Íslandi, Magnús Ólafsson, forstjóri og Dr. Þorsteinn Karlsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, frá Osta- og smjörsölunni sóttu IDF þingið, sem haldið var í Shanghai í Kína 20. – 23. október s.l. Á þinginu gerðist S-Kórea aðili að samtökunum og standa aðildarríki innan IDF nú fyrir um 75% af mjólkurframleiðslunni í heiminum.
Eftirspurn eftir mjólkurafurðum í heiminum vex um 2,8% á ári um þessar mundir samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Rabobank. Eftirspurn eftir mjókurafurðum vex hraðast í Kína og búist er við að hún tvöfaldist þar í landi fram til ársins 2010 frá því sem nú er. Mjólkurframleiðslan í heiminum vex hins vegar um 0,8% þannig að mjólkuriðnaðurinn stendur frammi fyrir verulegri og óvenjulegri áskorun um þessar mundir. Búist er við áframhaldandi háu heimsmarkaðsverði á mjólkurafurðum á næstu árum.

Mjólkurframleiðslan í helstu innflutningslöndum á mjólkurafurðum vex ekki í takt við eftirspurnina. Ennfremur ríkir talsverð óvissu um framleiðslu mjólkur í Evrópu vegna lækkandi verðs á hrámjólk og óvissu um hvort kvótakerfið verði áfram við lýði. Ýmislegt bendir til þess að það verði afnumið árið 2015.
Áhrifa Evrópu gætir nú æ minna á heimsmarkaði en framleiðslan nam 31% af heimsframleiðslunni árið 1995 en búist er við að hún verði um 25% árið 2015.
Ástralir og Nýsjálendingar eru ekki færir um að auka framleiðslu sína að neinu ráði og aukin framleiðslugeta bandarískra bænda er hlutfallslega minni en nemur eftirspurn á heimsvísu.
Búist er við að S-Ameríka verði sjálfbjarga hvað varðar framboð á mjólkurafurðum innan fárra ára með aðstoð erlendra stórfyrirtækja og sömu sögu er að segja um Pakistan og Indland.