Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þekktar breskar íþróttakonur auglýsa mjólk

01.10.2012

Mjólkursöluátakið „Make mine Milk“ í Bretlandi hefur staðið frá því í apríl árið 2010 og líkur nú í lok október. Markaðsátakið byggir á því að draga fram hina fjölmörgu kosti þess að drekka mjólk og hefur átakið mikið til byggst upp á samstarfi þarlendra bænda við þekkt fólk úr ýmsum geirum samfélagsins. Nú, í kjölfar Ólympíuleikana í London, hafa þrjár afrekskonur slegist í stóran hóp fólks sem tengist átakinu.

 

Hin nýju andlit markaðátaksins eru þær Laura Trott, sem vann tvenn gullverðlaun í hjólreiðum, og taekwondo kempan Jade Jones sem einnig vann gullverðlaun í sinni keppnisgrein og Nicola Adams sem vann til gullverðlauna í boksi. Þessar frábæru íþróttakonur má nú sjá á ýmsum myndum markaðsátaksins, hvar þær skarta myndarlegu „mjólkurskeggi“.

 

Alls hefur Mjólkursölunefndin í Bretlandi (Milk Marketing Forum) varið 7,5 milljónum punda til markaðsátaksins eða um 1,5 milljörðum króna en að því hafa komið m.a. Formúlu 1 ökumaðurinn Jenson Button, Elle Macpherson módel, poppstjarnan Pixie Lott og hinn þekkti kokkur Gordon Ramsay svo einhverjir séu nefndir.

 

Átakið rekur sína eigin heimasíðu, www.makeminemilk.co.uk, þar sem hægt er að lesa nánar um átakið og sjá margar fínar myndir af þeim sem taka þátt í átakinu/SS.