Beint í efni

Þeir hæfustu lifa af – Tá tann sterkasti yvirlivir

03.01.2014

Fimmtudagskvöldið 2. janúar 2014 var á dagskrá Kringvarpsins, færeyska ríkisútvarpsins, heimildaþáttur um stöðu mjólkurframleiðslunnar í Færeyjum. Í landinu eru rekin tæplega 30 kúabú, sem standa misjafnlega. Heildar framleiðslan er um 7 milljónir lítra, sem að mestu fara í framleiðslu á drykkjarmjólk og jógúrt. Salan hefur verið mjög stöðug undanfarin ár. Þá er jarðalöggjöfin all sérstök; sk. Kóngsjarðir eru í eigu ríkisins en bændurnir hafa afnotarétt af þeim þar til þeir ná 70 ára aldri. Hún er þess valdandi að margir halda að sér höndum með fjárfestingar og endurnýjun á framleiðsluaðstöðu. Þá hefur verð á mjólkurkvóta lækkað mjög mikið; það var 12 færeyskar krónur pr. ltr. fyrir fáum árum, en er nú 1 kr pr. ltr. (færeyska krónan er jöfn þeirri dönsku). Horfa má á þáttinn með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Hann er ótextaður, svo nú reynir á skilning á tungumáli bræðraþjóðarinnar í austri./BHB 

 

Tá tann sterkasti yvirlivir – Heimildaþáttur Kringvarps Føroya 2. janúar 2014