The New York Times fjallar um skyrútflutning til USA
14.09.2005
Stórblaðið The New York Times fjallaði í dag um markaðssókn íslenskra landbúnaðarafurða á bandaríska markaðinn. Í greininni er landið kynnt og skýrt frá þeim stórhuga áformum um útflutning á landbúnaðarafurðum frá Íslandi til Bandaríkjanna. Af viðbrögðum viðmælenda blaðsins, sem eru ýmiskonar fólk í matvælageiranum, má ráða að mikil eftirvænting er með afurðirnar og verður spennandi að fylgjast með því hvernig til tekst með útflutning á skyri.
Smelltu hér til þess að skoða umfjöllunina í The New York Times