Beint í efni

Þakkir til Bústólpa

12.06.2007

Í Bændablaðinu í dag birtist þakkarauglýsing frá LK til þeirra fyrirtækja sem styrktu árshátíð Landssambands kúabænda, sem haldin var með glæsbrag í Sjallanum 14. apríl s.l. LK vill einnig koma á framfæri kærum þökkum til Bústólpa ehf. og þá sér í lagi Ólafs Jónssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, fyrir glæsilegan kvöldverð til handa fulltrúum á aðalfundi og mökum þeirra

Til kvöldverðarins var boðið í Listasafninu á Akureyri að kvöldi fimmtudagsins 13. apríl s.l. og var hann framúrskarandi. Aðalréttur kvöldins var nauta „rib-eye“ sem var ljúffengt í betra lagi.