Beint í efni

Þakkir frá Landssambandi kúabænda

18.04.2006

Landssamband kúabænda þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem færðu gjafir og veittu stuðning á 20 ára afmæli Landssambands kúabænda. Þessi stuðningur var forsenda þess að hægt var að minnast þessara tímamóta með svo veglegum hætti sem raun bar vitni. Afmælishátíð í Smáralind og árshátíð LK á Broadway tókust með ágætum og vöktu mikla ánægju allra þeirra sem að þessum viðburðum komu.  Þá viljum við færa afmælisnefnd LK bestu þakkir fyrir vel unnið starf. 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri

 

Þórólfur Sveinsson, formaður