Tetra Pak tekur FSC merktar umbúðir í notkun
28.09.2010
Fyrir árslok mun Tetra Pak taka í notkun umbúðir með sk. FSC merkingu, sem er einskonar upprunavottun pappírs. Tetra Pak, sem er eitt stærsta fyrirtækið á sviði umbúðaframleiðslu fyrir matvörur, tekur með þessu móti skref í átt að aukinni sjálfbærni náttúrunnar.
FSC merkingin, sem stendur fyrir Forest Stewardship Council, er nefninlega trygging neytenda fyrir því að viðkomandi iðnaðarvara sem unnin er úr tré eða trjáafgöngum komi úr skógi sem er meðhöndlaður rétt og sé í vexti. Þessi staðreynd skiptir verulega miklu máli fyrir
stórfyrirtæki eins og Tetra Pak, enda hugsa neytendur mun meira um þessa hluti nú orðið en áður fyrr.