Beint í efni

Tetra Pak með verksmiðju í Indlandi

20.06.2013

Það eru ekki eingöngu afurðastöðvar sem njóta góðs af því þegar neysla mjólkur og mjólkurvara eykst víða um heim. Stórauknum umsvifum fylgja margskonar aðrar fjárfestingar eins og gerist og gengur. Eitt af þeim fyrirtækjum sem nánast alltaf græðir á aukinni sölu mjólkurvara er sænska stórfyrirtækið Tetra Pak, sem eins og margir þekkja framleiðir umbúðir fyrir matvæli.

 

Í síðasta mánuði opnaði Tetra Pak t.d. nýja verksmiðju í Chakan í Indlandi en verksmiðja þessi er útbúin fullkomnasta búnaði sem völ er á til framleiðslu á plast umbúðum fyrir ferskmjólkursölu. Verksmiðja þessi kostaði 120 milljónir Evra eða um 19 milljarða íslenskra króna og þó svo að upphæð þessi virðist stór, þá má benda á að verksmiðjan er engin smásmíði. Árleg framleiðsla nemur nefninlega 8,5 milljörðum íláta/SS.