Beint í efni

Tetra Pak horfir til Pakistan

05.04.2013

Tetra Pak gerir sér miklar vonir um góðan árangur í Pakistan vegna góðs hagvaxtar í landinu. Í nýrri skýrslu kemur fram að talið er að á næstu fimm árum muni verða 15% árlegur vöxtur á drykkjarvörumarkaði, en til þess markaðar heyra mjólkurvörur, djús og saft.

 

Pakistan er sjötta stærsta þjóð í heimi en þar búa um 180 milljónir manna í landi sem telur um 796 þúsund ferkílometra. Undanfarin ár hefur hagvöxtur í landinu verið með þeim mestu í heimi og er talið að svo verði áfram á næstu árum/SS.