Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tetra Pak grunað um óeðlilega viðskiptahætti

11.04.2017

Norsk yfirvöld eru nú að rannsaka mál sem snertir þarlenda mjólkurframleiðslu en málið snýst um meinta ólöglega umbun fulltrúa fyrirtækisins Tetra Pak til nokkurra lykilstarfsmanna hjá norska afurðafélaginu TINE, en eins og flestir vita er Tetra Pak gríðarlega umsvifamikið fyrirtæki í umbúðalausnum og er m.a. mjög áberandi hér á landi. Ekki virðist sem um beinar peningagreiðslur hafi verið að ræða heldur afar rausnarlegar gjafir s.s. ferðir og uppihald í framandi löndum, ótal ferðir á veitingastaði og annað í þeim dúr. Nefnt hefur verið sem dæmi að Tetra Pak greiddi hvorki fleiri né færri en 145 ferðir eins starfsmanns TINE á veitingahús!

Það sem vekur athygli í þessu máli er að það voru forsvarsmenn TINE sem kærðu bæði afurðafélagið sjálft og Tetra Pak til yfirvalda! Skýringin á því felst í því að upp kom grunur um að ekki væri allt með felldu hjá ákveðnum starfsmönnum TINE og þar sem fyrirtækið er í markaðsráðandi stöðu var talið farsælast að yfirstjórn þess sýndi í verki ábyrgð og kærði því eigið félag til yfirvalda! Í ljós hefur komið að bæði hefur Tetra Pak komið sér í mjúkinn hjá nokkrum lykilstarfsmönnum TINE með því að borga alla reikninga á veitingahúsum en sér í lagi hafði víst einn af yfirmönnum TINE fengið rausnarlegar gjafir frá Tetra Pak, m.a. ferð til bæði Suður-Ameríku og Japan í boði Tetra Pak.

Í yfirlýsingu frá Tetra Pak um málið segir að fyrirtækið hafi átt í áratuga góðu samstarfi við TINE og því hafi byggst upp vinátta og traust á milli marga starfsmanna. Það er boðið sé í mat og annað slíkt sé ekkert óeðlilegt, en fyrirtækið muni þó skoða vel hvort gengið hafi verið of langt í samskiptum á milli starfsmanna Tetra Pak og TINE. Hvað sem því líður má vænta þess að norsk yfirvöld ljúki rannsókn á málinu á næstu misserum og kemur þá í ljós hvort þetta sérkennilega samband starfsmanna Tetra Pak og TINE varði við norsk lög/SS.