Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tekist á um Mjólkurfélag Reykjavíkur

16.08.2005

Á undanförnum vikum hefur hluthöfum í Mjólkurfélagi Reykjavíkur (MR) borist tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu. Í fyrstu var bændum boðið gengið 1,0 af einkahlutafélaginu Geri ehf. en það félag er m.a. er í eigu núverandi framkvæmdastjóra MR, Þóris Haraldssonar. Geri ehf. á í dag rétt um 60% hlutafjár í MR, en bókfært stofnfé MR er kr. 161 milljón. Nú hefur Sláturfélag Suðurlands (SS)

slegist í baráttuna um félagið og hefur boðið bændum að kaupa hluti þeirra í MR á genginu 1,3.

 

Ástæður kaupa SS í MR eru líklega að félagið vill gera sig gildandi á fóðurvörumarkaði en eins og kunnugt er greindi LK fyrst frá samruna Fóðurblöndunnar og fleiri fyrirtækja í nýliðnum mánuði og líklegt er að SS hafi hug á að skapa ákveðið mótvægi við Fóðurblönduna og Áburðarverksmiðjuna, en SS er jafnframt með áburðarinnflutning á sínum snærum.

 

Svo SS takist þetta verk þarf félagið að eignast amk. 34% eða rúmelga 1/3 í MR, enda hefur félagið þannig náð sterkri samningsstöðu gagnvart meirihlutaeigandanum, Geri ehf. Nú hefur hinsvegar fréttst að Geri ehf. hafi hækkað tilboð sitt í gengið 1,3 til þeirra hluthafa sem eftir eru. Þeir sem þegar hafa selt Geri ehf. hlutabréf sín hafa því þegar orðið af tugum milljóna.

 

Athygli vekur að í bréfi frá lögmanni Geri ehf. er sértaklega getið um að innra virði félagsins hafi verið 100 milljónir við breytingu á MR í hlutafélag eða 0,62 krónur fyrir hverja krónu nafnvirðis. Tilboð upp á 1,0 hljómar því rausnarlegt, en nú hafa tilboðin s.s. hækkað um 30% á örfáum dögum og verður spennandi að fylgjast með hvernig framvinda málsins verður.