Beint í efni

Tankbíll framtíðarinnar

23.10.2012

Arla Foods, sem áður var fyrst og fremst tengt við Danmörk og Svíþjóð en á nú ekki minni rætur í Bretlandi og Þýskalandi, er með háleit markmið um að verða umhverfisvænt afurðafélag og sem hluti af þeirri stefnu er að minnka losun koldíoxíðs um 34% fyrir árið 2020. Í Bretlandi fara bílar félagsins daglega í um 4 þúsund ferðir, bæði til verslana og bænda og stundum kemur fyrir að bílarnir eru hálfnýttir til eða frá afurðastöðinni. Sérfræðingar félagsins ákváðu því að skoða hvort ekki mætti nýta betur flutningsgetu bílanna og niðurstaðan er það sem Arla kallar „tankbíll framtíðarinnar“.

 

Það tók tvö ár fyrir sérfræðinga Arla að útbúa þennan framtíðarbíl, en sérstaða bílsins er sú að hann er að hálfu leiti tankbíll og hálfu kælibíll tilbúinna afurða. Bíllinn nýtist sérstaklega í fámennari sveitum þar sem tankbílar og kælibílar keyra um fáfarna vegi að býlum og þorpum. Mjólkurtankur bílsins tekur 19 tonn og flutningagetan umfram það eru 22 pallettur af mjólkurvörum.

 

Þess má geta að MS hóf fyrir all löngu að keyra bæði mjólkurvörum og hrámjólk í sama bílnum í tengslum við söfnun á lífrænni mjólk frá búi í Hvalfirði. Sú starfsemi hófst þó án flugeldasýninga og fréttatilkynninga/SS.