Talsverð verðlækkun á soja
18.09.2012
Verðlag á kornmörkuðum í París og Chicago hefur farið lækkandi undanfarna daga. Sérstaklega á það við um verð á soja. Í lok ágúst var verðið á því um 75 kr/kg (3,50 dkk) en í gær, mánudag, var verðið komið niður í 67,50 lr/kg (3,15 dkk). Það er 8% verðlækkun á hálfum mánuði. Verðlækkunin á rætur að rekja til þess að uppskeruhorfur í Bandaríkjunum eru betri en spár gerðu ráð fyrir, sérstaklega í vestanverðu maísbeltinu. Á sama tíma er útlit fyrir að loksins sé farið að rigna í miðhluta Brasilíu en þar hafa verið miklir þurrkar að undanförnu. Ennfremur hefur kvisast út sá orðrómur að Kínverjar hyggist selja hluta af öryggisbirgðum ríkisins, sem hefur sett enn frekari þrýsting á verð sojabauna./BHB
Heimild: Landbrugsavisen.dk