Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Talsverð verðlækkun á soja

18.09.2012

Verðlag á kornmörkuðum í París og Chicago hefur farið lækkandi undanfarna daga. Sérstaklega á það við um verð á soja. Í lok ágúst var verðið á því um 75 kr/kg (3,50 dkk) en í gær, mánudag, var verðið komið niður í 67,50 lr/kg (3,15 dkk). Það er 8% verðlækkun á hálfum mánuði. Verðlækkunin á rætur að rekja til þess að uppskeruhorfur í Bandaríkjunum eru betri en spár gerðu ráð fyrir, sérstaklega í vestanverðu maísbeltinu. Á sama tíma er útlit fyrir að loksins sé farið að rigna í miðhluta Brasilíu en þar hafa verið miklir þurrkar að undanförnu. Ennfremur hefur kvisast út sá orðrómur að Kínverjar hyggist selja hluta af öryggisbirgðum ríkisins, sem hefur sett enn frekari þrýsting á verð sojabauna./BHB

 

Heimild: Landbrugsavisen.dk