Beint í efni

Talsverð hækkun á mjólkurkvótaverði í Danmörku

24.08.2010

Bráðabirgðauppgjör á jafnvægisverði á danska kvótamarkaðnum liggur nú fyrir en markaður var síðast haldinn 15. ágúst sl. Er það á bilinu 2,28-2,32 DKK pr. kg af kvóta. Þetta er veruleg hækkun frá síðasta markaði sem haldinn var í maí sl. en þá var verðið 1,49 DKK pr. kg. Verðið hefur því hækkað um 80 aura eða 54%. Jafnvægismagn (það magn sem skiptir um eigendur) var að þessu sinni 30.000 tonn. Það þýðir að 90% af því magni sem boðið var til sölu, verður selt. Þannig buðu 215 framleiðendur mjólkurkvóta til sölu og af þeim ná 200 að selja, 150.000 kg hver að jafnaði. Aðeins 30% af því magni sem óskað var eftir að kaupa, verður keypt. 720 bændur sendu inn kauptilboð en aðeins 175 fá keypt. Það eru því allmargir sem

buðu lægra en jafnvægisverðið og fá því ekki neitt í þetta skiptið. Framleiðslan á síðasta kvótaári var meiri en kvótinn heimilar, og það sem af er yfirstandandi ári er framleiðslan 8,5% umfram kvótann. Því er útlit fyrir að margir framleiðendur fari framúr kvótanum og sjá sig því tilneydda til að kaupa kvóta, til þess að sleppa við sektargreiðslur vegna offramleiðslu. Það er hluti af skýringunni á mikilli aukningu eftirspurnar, með tilheyrandi verðhækkunum.

 

Endanlegt jafnvægisverð verður kunngjört þann 27. ágúst n.k.

 

Heimild: Danske Mejeriers Mælkeudvalg