Beint í efni

Talningu lokið!

01.06.2004

Talningu atkvæða vegna nýs mjólkursamnings lauk í Bændahöllinni nú um hádegisbil. Á kjörskrá voru 1.529 og greiddu 1.021 atkvæði, eða um 66.8%. Atkvæði féllu þannig:

 

Já sögðu 961, eða 94,1%,

Nei sögðu 43, eða 4,2%.

Auðir og ógildir seðlar: 17 eða 1,7%.

 

Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu og laga sem samþykkt voru frá Alþingi nú í vor, er ljóst að nýr mjólkursamningur tekur gildi þann 1. september 2005 og gildir til ágústloka 2012.