Beint í efni

Taktu þátt í rekstarverkefni kúabúa!

29.09.2022

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) auglýsir nú eftir þátttakendum í rekstarverkefni kúabúa. Meginmarkmið verkefnisins er að kúabú fái heildstæða greiningu á sínum rekstri, geti greint styrkleika og veikleika rekstursins og unnið að úrlausnum sem skila betri rekstarafkomu. Um leið safnast ítarlegar hagtölur um mjólkurframleiðsluna, sem eru hagsmunabaráttunni mikilvægar.

Verkefnið fór af stað sumarið 2020 og tóku 123 kúabú þátt á síðasta ári sem lögðu inn rekstargögn frá árunum 2017-2020. Niðurstöður greininga á rekstrargögnum þessara búa sýndi mikinn breytileika í ýmsum þáttum en skýrsluna má finna hér

Þeir sem tóku þátt í fyrra þurfa einungis að skila inn rekstargögnum fyrir árið 2021. Nýir þátttakendur eru hjartanlega velkomnir í verkefnið, en þeir þurfa að skila inn rekstargögnum fyrir árin 2019-2021. Æskilegt er að fá lykluð gögn úr bókhaldsforritinu dkBúbót en einnig er tekið á móti landbúnaðar-framtölum séu sundurliðuð gögn ekki til staðar. Þáttakan felur ekki í sér mikla vinnu fyrir bóndann, en hann þarf einungis að gefa RML leyfi til að sækja gögnin og/eða fá bókhaldara sinn til að senda RML gögnin.

Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar styrkir verkefnið og niðurgreiður því hluta af kostnaði sem fellur til við verkefnið. Þeir þátttakendur sem hafa tekið þátt áður greiða því sem nemur 2 klst. vinnu eða um 18.000 kr. án vsk en nýjir þátttakendur greiða því sem nemur 3 klst. vinnu enda er verið að vinna úr rekstargögnum fyrir fleiri ár. 

Hvetjum við sem flesta til þess að taka þátt í verkefninu til að sem réttust mynd fáist af raunverulegri rekstarstöðu kúabúa hér á landi. Endurskoðun búvörusamninga er á næsta leiti og því sjaldan verið mikilvægara að geta sýnt fram á raunuverulega stöðu í greininni. 

Þeir bændur sem hafa áhuga á að vera með í verkefninu eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við einhvern af starfsmönnum verkefnisins en það er í höndum RML: 

- Guðfinna Harpa Árnadóttir s: 516-5017 eða gha@rml.is
- Kristján Óttar Eymundsson s: 516-5032 eða koe@rml.is
- María Svanþrúður Jónsdóttir s: 516-5036 eða msj@rml.is
- Runólfur Sigursveinsson s: 516-5039 eða rs@rml.is
- Sigríður Ólafsdóttir s: 516-5041 eða so@rml.is