Tæplega einn kúabóndi hættir í viku hverri!
14.01.2004
Nýverið lét Landssamband kúabænda vinna upplýsingar um fjölda greiðslumarkshafa sem höfðu yfir 5.000 kg í mjólk. Þegar tölurnar eru bornar saman við tölur fyrri ára kemur í ljós að tæplega einn aðili hætti í viku hverri að meðaltali á síðasta ári. Nú í byrjun ársins voru greiðslumarkshafar 902 en voru fyrir ári síðan 953. Fækkunin nemur 5,4% og er töluvert meiri hlutfallsfækkun en fyrir ári síðan.