Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tækifæri í landbúnaði!

19.03.2016

Guðný Helga Björnsdóttir, varaformaður stjórnar LK, hefur skrifað nýjan leiðara á naut.is. Í honum ræðir hún m.a. um stöðu íslensks landbúnaðar, þróun hans og um tilgang styrkjakerfisins. Ennfremur um mikilvægi fjölbreytts framboðs landbúnaðarvara og mikilvægi þess að neytendur geti haft gott og tryggt aðgengi að íslenskum landbúnaðarvörum.

 

Að síðustu gerir hún að umfjöllunarefni stöðu kvenna í félagsmálum landbúnaðarins og segir: „Að lokum vil ég taka það fram að þetta verður síðasti pistill sem ég skrifa sem stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda þar sem ég ætla ekki að gefa kost á mér í kjöri til stjórnar á komandi aðalfundi. Ég er búin að vera í stjórninni síðan árið 2005 og hefur það verið mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Vonast ég til að öflugir, málefnalegir og framsýnir einstaklingar gefi kost á sér í stjórnina og að einhverjir þeirra aðila verði kvenkyns. Allt of fáar konur láta að sér kveða þegar kemur að félagsmálum bænda. Ég held þær séu allt of viljugar til að hleypa karlinum sínum í félagsmálin, finnst sjálfsagt sumum hverjum nóg að annar aðilinn að búinu sé í fundastússi. Þannig á reyndar ekki að hugsa, við þurfum raddir allra bænda, hvar af landinu sem þeir eru, hvers kyns sem þeir eru, hverrar skoðunar sem þeir eru, munum bara að við þurfum að vera málefnaleg, þannig náum við betur árangri í þeim verkum sem við þurfum að ná fram“.

 

Smelltu hér til þess að lesa leiðarann í heild sinni/SS