Beint í efni

Tækifæri

30.10.2013

Bændasamtök Íslands bjóða bændum í heimsókn í Bændahöllina dagana 15. og 29. nóvember. Það verður fróðleg dagskrá á skrifstofum BÍ og starfsemin kynnt gestum á milli kl. 14.00 og 17.00. Í tengslum við opna húsið mun Hótel Saga bjóða bændum sértilboð á gistingu og jólahlaðborði. Borgarleikhúsið býður auk þess veglegan afslátt á aðgöngumiðum á leiksýninguna Mýs og menn.

Þetta er kjörið tækifæri til að bregða sér í bæinn yfir helgi, njóta lífsins og fræðast um starfsemina í Bændahöllinni.

Dagskrá á skrifstofum BÍ, kl. 14.00-17.00
- Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ býður bændur velkomna og ræðir um starfið framundan.

- Kynning á starfsemi Bændasamtakanna, helstu verkefnum og því sem er efst á baugi. Hvað vilja bændur að hagsmunasamtökin taki sér fyrir hendur í framtíðinni?

- Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur heldur stuttan fyrirlestur um starfsánægju, fjölskyldulíf og lífsgæði.

- Léttar veitingar og skemmtun

Eftir opna húsið er ýmislegt hægt að gera sér til gamans. Bændur fá sértilboð á mat, drykkjum og gistingu á Hótel Sögu. Nánari upplýsingar um verð og hvað felst í tilboðunum er að finna hér.

Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks með a.m.k. tveggja daga fyrirvara á „Bændadaga í borginni“ með því að hafa samband í síma 525-9921 eða senda tölvupóst á hotelsaga@hotelsaga.is

Borgarleikhúsið býður bændum 20% afslátt á aðgöngumiðum á Mýs og menn dagana 16. og 17. nóv og 30. nóv. og 1. des. Miðapantanir í síma 568-8000.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Bændasamtök Íslands – Hótel Saga – Borgarleikhúsið