Beint í efni

Sýningin Matur-inn 2011 um helgina

01.10.2011

Sýningin MATUR-INN 2011 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og á morgun (1. og 2. október) og er m.a. styrkt af Landssambandi kúabænda. Sýningin er vettvangur norðlenskrar matarmenningar í víðri merkingu, allt frá frumframleiðendum matvæla til veitinga- og ferðaþjónustufyrirtækja. Þessi sýning er haldin á tveggja ára fresti og er aðgangur að henni er ókeypis en búist er við þúsundum gesta en árið 2009 sóttu sýninguna 12-14 þúsund gestir.

 

Á sýningunni um helgina verða nokkur fyrirtæki bænda með kynningar en hátt á fjórða tug þátttakenda eru á þessari áhugaverðu sýningu, m.a. MS og Norðlenska. Auk þess verða samtökin Beint frá býli með sölubás og þar munu vafalítið einhverjir kúabændur kynna kræsingar frá búum sínum/SS