Beint í efni

Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir er ræktunarbú ársins 2022

21.11.2022

Á ráðstefnunni Hrossarækt 2022 sem haldin var í Sprettshöllinni sunnudaginn 20. nóvember var ræktunarbú ársins verðlaunað en ábúendurnir Bergur Jónsson og Olil Amble á Syðri-Gegnishólum/ Ketilsstöðum, hlutu viðurkenninguna í ár. Fagráð í hrossarækt valdi 36 hrossaræktarbú sem náð hafa athyglisverðum árangri á árinu en 15 af þeim fengu tilnefningu. Ræktunarbú ársins er árleg heiðursviðurkenning Bændasamtakanna.

Sjá grein í síðasta Bændablaði um tilnefningar til ræktunarverðlaunanna