Beint í efni

Syðri Bægisá valið Fyrirmyndarbú LK 2019

25.03.2019

Á árshátíð Landssambands kúabænda laugardagskvöldið 23. mars voru veitt verðlaun fyrir það bú sem þykir til fyrirmyndar á hinum ýmsu sviðum.
Viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarbú LK árið 2019 hlaut býlið Syðri Bægisá í Hörgársveit.
Á búinu eru nýtt fjós sem tekið var í notkun sl. sumar. Eru þar básar fyrir 70 kýr og kálfapláss fyrir um 60 kálfa. Í dag er mjólkað um 50 kýr í fjósinu en áætlað er að þeim fjölgi í um 65 eftir sumarið. Gamla fjósið á bænum er nýtt undir nauteldi,
Þeir sem koma að búinu eru hjónin Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir og Helgi Steinsson ásamt dóttur þeirra, Jónínu Þórdís Helgadóttur. Ábúendur auk þeirra eru Gunnella Helgadóttir, Hulda Kristín Helgadóttir, og móðir Helga, Hulda Aðalsteinsdóttir, ásamt tengdasonunum Arnari Rafni Gíslasyni og Arnþóri Gylfa Finnssyni.
Við ákvörðun um Fyrirmyndarbú LK er litið til ásýndar búsins, árangurs í kynbótastarfi og almennrar bústjórnar, ásamt þátttöku í félagsstarfi bænda.
Það væsir ekki um kýrnar í nýja fjósinu.
Séð heim að bænum. Nýja fjósbyggingin er til vinstri á myndinni.
Frá opnun nýju fjósbyggingarinnar, 13. júlí 2018.