Beint í efni

Svíar krafðir um að heimila innflutning nautgripa!

30.03.2012

Þegar Svíþjóð gekk í Evrópusambandið árið 1995 setti landið margskonar kröfur um sérmeðhöndlun, m.a. um að ekki mætti flytja til landsins lifandi nautgripi nema þeir væru sannarlega heilbrigðir! Þessi krafa hefur í raun þýtt að vart hefur verið um innflutning lífdýra að ræða. Nú hefur hinsvegar Evrópusambandið gert kröfu á hendur sænskum stjórnvöldum um að heimila innflutning lífdýra sem uppfylla almennar kröfur sambandsins. ESB sé fríverslunarsamband landa og því geti eitt land ekki sett upp slíkar viðskiptahindranir.
 
Sænska ríkisstjórnin á að svara þessum nýju kröfum ESB fyrir lok dagsins í dag og ef Svíar halda í við strangar kröfur sínar er ljóst að málið fer fyrir Evrópudómstólinn/SS-Jordbruksaktuellt.