Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Svíar borga hærra verð fyrir sænskan rjóma!

04.03.2017

Sænska afurðafélagið Falköpings Mejeri hefur nú um nokkurt skeið reynt áhugaverða leið við markaðssetningu, en það eina sem félagið hefur gert er að merkja rjóma félagsins með sænska fánanaum og hækka verðið! Tilraunin hefur snúist um það að meta greiðsluvilja sænskra neytenda og hefur komið í ljós að í Svíþjóð, þar sem er seldur rjómi frá ýmsum öðrum löndum einnig, eru neytendur tilbúnir að greiða töluvert hærra verð fyrir rjómann sé hann frá sænskum kúabændum.

Hinn sænski rjómi er seldur á 40-50% hærra verði en hinn innflutti rjómi, en það hefur ekki komið að sök. Í sænska fréttamiðilinum ATL er haft eftir framkvæmdastjóra Falköpings Mejeri, Anders Segerström, að hann telji að reynslan af þessari tilraun sé það góð að ástæða sé til að skoða hvort ekki eigi að merkja fleiri sænskar landbúnaðarvörur með þessum hætti/SS.