Beint í efni

Svíar ætla að efla nautakjötsframleiðsluna

16.11.2013

Undanfarin ár hefur sænskt nautakjöt hopað á sínum heimamarkaði fyrir innfluttu kjöti en nú hefur verið sett í gang nýtt verkefni þar í landi með það að markmiði að snúa vörn í sókn. Verkefnið snýst um að auka arðsemina í búgreininni með því að bæta vaxtargetu nautgripanna segir í lýsingu verkefnisins en það er þarlend stofnun, LRF Kött, sem heldur utan um verkefnið.

 

LRF Kött hefur í þessu sambandi sett fram áætlun um að árið 2020 verði búið að koma upp öflugri nautakjötsframleiðslu í Svíþjóð á ný en helstu áhersluatriði átaksverkefnisins eru bættar upprunamerkingar, betri ráðgjöf fyrir framleiðendur nautakjöts, styrkari samkeppnisstaða með auknum vexti gripa ásamt því að fá stuðning hins opinbera við framleiðsluna til þess að bæta samkeppnisstöðuna enda þær sérreglur sem gilda í landinu verulega samkeppnishamlandi gagnvart innfluttu kjöti s.s. vegna þarlendra krafna um m.a. útivist, meira rými ofl. sem gerir eldi gripanna óhagkvæmara/SS.