Beint í efni

Sveitarfélög eignast holdanaut

25.04.2013

Sex sveitarfélög í Svíþjóð, nánar tiltekið í Dalarna um miðbik landsins, hafa nú tekið sig saman um að kaupa holdanautahjörð! Tilgangur þessa uppátækis er að nýta mikið sameiginlegt landsvæði sem þessi sveitarfélög eiga sem og um leið að tryggja að stofnanir sveitarfélaganna bjóði einungis upp á fyrsta flokks vöru fyrir annars vegar börn og hins vegar eldri borgara sveitarfélaganna.

 

Að þessu áhugaverða verkefni koma sveitarfélögin Mora, Gagnef, Orsa, Rättvik, Leksand og Älvdalen en með þessu móti geta framangreind sveitarfélög gert mun harðari kröfur um aðbúnað og uppeldi gripanna en ella er heimilt í Svíþjóð/SS.