Beint í efni

Svefnvana geta hætt að telja kindur

23.12.2017

Það eru alltaf að koma fram á markaðinn skemmtilegar nýjungar meðal mjólkurvara og ein af þessum nýjungum kemur frá bresku afurðastöðinni Jersey Dairy og nánar tiltekið þá kemur mjólkin frá einu kúabúi sem er í eigu hjónanna Sam og Allan Watts. Þau hafa hafið framleiðslu á sérstakri mjólk sem á að hafa einstaklega svæfandi áhrif á neytandann, en mjólk þessi kemur frá búi þeirra sem er á eyjunni Jersey, og þau eru að sjálfsögðu með Jersey kýr. Kýrnar eru mjólkaðar að nóttunni til þegar melatonin innihald mjólkurinnar er mest, en það hormón hefur m.a. áhrif á svefn.

Mjólkin er háhitameðhöndluð svo hún geymist lengi og svo er henni pakkað í 200 ml. drykkjarfernur. En fernur þessar innihalda ekki einungis mjólkina frá búi Sam og Allan heldur hefur einnig verið blandað út í mjólkina bæði hungangi og rót garðabrúðu, en sú planta hefur löngum verið notuð til að laga allskonar kvilla m.a. svefnleysi. Í dag fæst þessi svæfandi mjólkurblanda með vanillubragði en til stendur að koma með kókómjólk á markað fljótlega. Mjólk þessi, sem heitir einfaldlega sofðu rótt eða ”Sleep Well” á ensku/SS.