Beint í efni

Sumir kúabændur ekki enn fengið endurgreiðslu vegna gallaðs áburðar!

09.11.2004

Á haustfundum LK hefur komið fram í máli allmargra kúabænda að hluti af innfluttum áburði sl. vor hafi ekki staðist gæðakröfur sem kúabændur gera almennt til áburðar (var blautur og/eða mjög kögglaður). Í mörgum tilfellum hefur kúabændum gengið mjög vel að fá þessa gölluðu vöru bætta með áburði sem er í lagi eða endurgreiðslu, en á vissum landssvæðum hefur þetta gengið verr.

LK hvetur alla þá kúabændur sem telja sig eiga rétt á endurgreiðslu vegna þessa, að hafa samband við formann þess aðildarfélags LK sem starfar í viðkomandi héraði, þannig að LK fái yfirlit yfir stöðu málsins og geti veitt nauðsynlega lögfræðiaðstoð til að fá hina gölluðu vöru endurbætta.