Beint í efni

Sumarstörf á Bændablaðinu

02.05.2012


Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða tvo starfsmenn í sumarafleysingar á Bændablaðinu. Tímabil frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst.

Blaðamaður
• Fréttaskrif
• Reynsla af ljósmyndun æskileg
• Innsetning frétta á vef blaðsins, bbl.is

Umsjón auglýsinga
• Sala á auglýsingum
• Tilboðsgerð og samskipti við auglýsendur
• Vinnsla, umsjón og móttaka auglýsinga

Gerð er krafa um að starfsmenn hafi reynslu af blaðamennsku og markaðsmálum. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda starfsumsóknir í gegnum vefsíðu BÍ með því að smella hér. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar gefur Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs BÍ, í síma 563-0300 eða í netfangið tjorvi@bondi.is