Beint í efni

Sumarnýjung MS, drykkjarjógúrt í dós, slær í gegn!

05.08.2003

Hin nýja drykkjarjógúrt frá MS, drykkjarjógúrt í dósum, hefur hlotið fádæma góðar viðtökur Íslendinga. Þegar hafa verið seldar á annað hundrað þúsund dósir, sem liggur nærri því að annar hver Íslendingur hafi að jafnaði fengið sér drykkjarjógúrt úr dós í júlí! Þessi nýja jógúrt er framleidd af Mjólkurbúi Flóamanna, en fyrir var á markaðinum drykkjarjógúrt í flöskum sem framleidd er í Búðardal.