Beint í efni

Súltaninn af Brúnei enn kúabóndi!

07.05.2013

Það er ekki endilega tryggt að geta selt eigur sínar, jafnvel þó svo viðkomandi sé súltan. Það kom í ljós í Ástralíu í liðinni viku þegar súltaninn af Brúnei gerði tilraun til þess að selja risabú sitt á uppboði. Bú þetta, sem heitir Willeroo, er 170 þúsund hektarar af stærð og er eitt stærsta nautgripabú landsins.

 

Búið, sem er í norður Ástralíu, var auglýst til sölu á uppboðsmarkaði bújarða en þegar til kom voru tilboðin sem bárust allt of lág. Fjórir aðilar buðu þó á víxl í búið en hæsta boðið var þó ekki „nema“ 12 milljónir ástralskra dollara eða um 1,4 milljarðar íslenskra króna. Sennilega fallast nú fleiri á það að það er nú heldur lág upphæð fyrir 17. þúsund hektara eða sem svarar til um 8 þúsund krónur á hektarann.

 

Trúlega er nú súltaninn rólegur yfir þessum tíðindum og bíður með sölu, enda einn af ríkustu mönnum veraldar og liggur væntanlega ekki mikið á/SS.