Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Súltaninn af Brúnei enn kúabóndi!

07.05.2013

Það er ekki endilega tryggt að geta selt eigur sínar, jafnvel þó svo viðkomandi sé súltan. Það kom í ljós í Ástralíu í liðinni viku þegar súltaninn af Brúnei gerði tilraun til þess að selja risabú sitt á uppboði. Bú þetta, sem heitir Willeroo, er 170 þúsund hektarar af stærð og er eitt stærsta nautgripabú landsins.

 

Búið, sem er í norður Ástralíu, var auglýst til sölu á uppboðsmarkaði bújarða en þegar til kom voru tilboðin sem bárust allt of lág. Fjórir aðilar buðu þó á víxl í búið en hæsta boðið var þó ekki „nema“ 12 milljónir ástralskra dollara eða um 1,4 milljarðar íslenskra króna. Sennilega fallast nú fleiri á það að það er nú heldur lág upphæð fyrir 17. þúsund hektara eða sem svarar til um 8 þúsund krónur á hektarann.

 

Trúlega er nú súltaninn rólegur yfir þessum tíðindum og bíður með sölu, enda einn af ríkustu mönnum veraldar og liggur væntanlega ekki mikið á/SS.