
Styrkumsóknir vegna þróunar- og jarðabótaverkefna
16.08.2010
Nú er rétt að huga að þróunar- og jarðabótaúttektum. Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands/leiðbeiningamiðstöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna hér á bondi.is.
Eftirfarandi styrki er hægt að sækja um:
- Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
- Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
- Kölkun túna
- Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)
Vert er að benda á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort. Nánari reglur og upplýsingar um þróunar- og jarðabótaverkefni má nálgast hér á heimasíðu Bændasamtakanna, bondi.is og hjá viðkomandi búnaðarsamböndum.
Eftirfarandi styrki er hægt að sækja um:
- Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
- Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
- Kölkun túna
- Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)
Vert er að benda á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort. Nánari reglur og upplýsingar um þróunar- og jarðabótaverkefni má nálgast hér á heimasíðu Bændasamtakanna, bondi.is og hjá viðkomandi búnaðarsamböndum.